Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Umburðarlyndi


Djöfull er umburðarlyndi leiðinlegur eiginleiki í fólki. Það er ekki nokkur lifandi leið að halda uppi samræðum við fólk sem lætur ekki neitt fara í taugarnar á sér, það er varla hægt að hafa gaman af svoleiðis fólki. Held að það hafi verið auðveldara hér í denn að vera umburðarlyndur, það var enginn hér til láta fara í taugarnar á sér, ísland var þægilega einsleitt, bara dræ brennivín en ekki 30 tegundir af bjór. Íslenskt umburðarlyndi er svolítið eins og íslenskur landbúnaður, traust og fínt fyrirbæri, hluti af því sem við montum okkur af en þolir kannski ekki beint innflutning á einu né neinu. Friðrik mikli Prússlandskeisari var víðsýnn, herskár og umburðarlyndur maður. Hann lýsti því yfir að múslimar ættu alveg jafn mikill rétt á því og aðrir að þeim væru reist guðshús í Berlín, ef múslimar í berlín vildu mosku þá skyldi hann sko láta reisa mosku. Það var sko ekki fordómunum fyrir að fara á þeim bænum enda ekki ástæða til því það voru engir múslimar í Berlín. Þar voru hinsvegar gyðingar, en tilboðið náði ekki til þeirra enda varasamir. Einhvernveginn svona finnst mér mitt umburðarlyndi, gaman að geta skreytt sig með því, en hundleiðinlegt að reyna að lifa eftir því.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband