Hundkvikindið lúkas og móðursýki.

Þetta er ömurlegt. Alveg ömurlegt. Hvernig heldur malbiksslektið eiginlega að kvikindin í náttúrunni hafi í sig. Heldur það að mávar lifi á kókópöffsi eða éti einfaldlega nógu óspennandi dýr til að  Disneylegar hugmyndir þeirra um náttúruna verði ekki fyrir áreiti veruleikans. Dýr éta önnur dýr. Úrkynjaður skríllinn vílar ekki fyrir sér að éta skepnur svo lengi sem hann þarf ekki að sjá eða heyra neitt sem slátruninni kemur við, en ofbýður svo þegar aðrar skepnur berjast við að hafa í sig.

Landsins ömurlegustu synir og dætur kveiktu á kertum út af hundi sem átti að hafa verið drepinn. Nú um daginn fóru 10.000 manns á einu bretti í Kína, engin kerti.  

það þunglyndislegasta í þessu öllu saman er þó sennilega blaðamaðurinn sem notar orðið harmleikur um álftareggjaátið og steypir sér svo í botnlaust tilfinningarúnk. Ef þetta er harmleikur er víst eins gott að hlaupa til og skjóta sig strax því náttúran en svo botnlaus af harmleikjum að við verðum öll búin að missa lífsviljan fyrir kvöldmat. 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfull er ég sammála þér

armann (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:32

2 identicon

Meira lagt í þennan "harmleik" en abu gharib disney sjóið

Gullvagninn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 20:09

3 identicon

Akkúrat það sem að er í dag, fólk eignar dýrum mannlegar tilfinningar og margir hugsa  betur um skepnurnar en börnin í heiminum.

ha ha (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:05

4 identicon

Eins og talað út úr mínum munni!

Þetta er nú frekar veikur málatilbúningur gagnvart máfum, sem nota bene voru fyrst og fremst sílamáfar en ekki svartbakar. Í viðtalinu við golfspilarann kemur fram að fuglarnir hafi verið á sundi úti á Bakkatjörn þegar hann kemur að og máfarnir þá að gæða sér á eggjunum. Það verður að teljast afskaplega ólíklegt að sílamáfar hafi nokkuð í álftir að gera, þegar fullvaxta karlmenn hlaupa vælandi undan álft í vígahug. Hvað þá þegar álftir sem hafa gert þetta margoft áður eiga í hlut, enda ekki nýlunda að máfager sé við tjörnina. Líklegra er að eggin hafi verið ófrjó og fuglarnir hætt við af slíkum sökum. Manni dettur það a.m.k. í hug. Ef ónýt álftaregg svo bjóðast á annað borð þá eru þau auðvitað sett í endurvinnslu, hvað annað.

Boðskapur þessa alls er sá að fara skal varlega í að hengja bakara fyrir smið. Raunveruleg ástæða þessa "harmleiks" kann allt eins að hafa legið hjá álftunum sjálftum. Og flokkun fugla í vonda (máfa) og góða (álftir) kemur mér alltaf spánskt fyrir sjónir. Ætli það megi ekki kallast Bí bí og blaka heilkennið... 

Jóhannes B (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Huldukonan

haha... rétt hjá þér... þetta er enginn #*¨¨*#* harmleikur.

Huldukonan, 16.5.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband