Löggan eru ekki fasistar.

"Löggan eru fasistar" söng vonbrigði. Eða nefrennsli. Eða einhver pönksveit.En hver svo sem söng þetta þá er þetta ekki rétt. Það eru trukkabílstjórarnir sem eru fasistar.

 Um árið komust nasistar til valda með misjöfnum meðulum, meðal annars með því að leita þá uppi og lemja sem voru þeim ekki sammála, kommúnista að stórum hluta. Kommúnistar beittu svipuðum meðulum eftir mætti en fasistar voru fleiri og höfðu þar að auki yfir að ráða vörubílum í flestum stærri borgum til að komast sem hraðast á milli staða og berja á þar sem fæstir voru til varnar. Til að enginn ruglist skal áréttað að hér er ég að tala um ástandið áður en þeir urðu ríkisvaldið sjálft, weimarlýðveldið var valdið. En sumsé, ef þú hélst pólitískan fund var eins víst að nasistar mættu á svæðið og lemdu alla viðstadda í klessu, ekki þýddi mikið að hringja á lögguna því hún var fámenn við hliðina á óeirðaseggjunum og ekki vopnuð að ráði. Reyndar þurfti ekki að vera að ybba sig til að vera laminn, gyðingar máttu þola að vera barðir og ofsóttir,eigur þeirra skemmdar og samkomuhús svívirt. Ríkisvaldið fylgdi umburðarlyndri stefnu, sendi ekki her manna með vopn til að stöðva óöldina heldur samdi við nasista og lúffaði svo innilega fyrir þeim að öllum mátti vera ljóst að það voru þeir sem höfðu valdið en ekki aðrir. Sendi kannski menn til að skríða fyrir Hitler.

Við búum í lýðræði. Við kjósum á fjögurra ára fresti og liðið sem við kjósum setur lög. Löggan sér um að lögunum sé framfylgt. Ef á mér er brotið vil ég fá það bætt, eða að minnsta kosti að sá sem braut á mér verði refsað. Það eru trukkabílstjórarnir sem beita ofbeldi gagnvart samborgurum sínum og meina þeim að komast leiðar sinnar. Það er lögreglan sem reynir að ryðja leiðina fyrir mig og handtaka þá sem brjóta á mér. Stundum þarf hún að nota kylfur og jafnvel "GAS!! GAS!! GAS!!" við það. Só bí itt. Ríkið hefur einkaleyfi á ofbeldi, og má bara nota það gegn þeim sem beita ofbeldi.

Þið sem hafið lýst yfir stuðningi við Sturlu og félaga, Ég vona að ykkur verði grimmilega mál að komast á klósettið, sitjandi í umferðarhnút fyrir aftan mótmæli. Að örðum kosti vona ég að einhver taki sig til og eyðileggi eitthvað sem ykkur þykir vænt um til að mótæla einhverju sem er ykkur aldeilis óviðkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband