Þekki mann sem gerði þetta.

Að stela löggubíl er, og afsakið barnalegan kúkahúmorinn, er einhvernvegin alveg hræðilega fyndið í öllum sínum hroka. Ræflar rífast og slást við lögregluna, meiða lögregluna og annað ámóta virðulegt. En að stela af henni bílnum er svo yndislega hrokafullt, svolítið eins og Mr. Bean þegar hann setti dúkku í svefnpoka svo hann þyrfti ekki að bíða í röð með "venjulegum skríl" Ég þekki mann sem hnuplaði löggubíl. Þetta var á útihátíð á Eiðum, og hann hafði verið með einhverja ókurteisi svo löggan henti honum inn í bíl, járnuðum meðan hún skimaði eftir fleirum sem mætti stinga í svartholið sér og öðrum til viðvörunar. Hann tróð sér yfir sætið, læsti bílnum með olnboganum og tókst að koma bílnum í Drive. Bíllin tók að malla af stað, tommu fyrir tommu, rétt nógu hratt til að nærstaddir tóku eftir að hann hreyfðist. Uppi varð nú töluvert stand, lögreglu þjónar reyndu í tryllingi að komast inn, bæði með kurteisilegum en frekar ákveðnum beiðnum og því að hamast á hurðunum. Samlæsingin náði ekki til afturhlerans á bílnum og þar geystist löggan inn á endanum og stoppaði bílinn. Maðurinn fór að sjálfsögðu í grjótið fyrir vikið, var ekið í fangelsið á Egilsstöðum. Þá spurði hann hvort hann mætti ekki fá að hringja eitt símtal, það væri alltaf þannig í sjónvarpinu. Það var óþarfi að neita því og hann hringdi eitthvert símtal og fór svo í fangelsi. Hálftíma seinna kom svo pítsan sem hann pantaði og Kristleifur lögga kom með hana í klefann til hans ásamt  gaffli og skeið því glæpamenn fengju ekki hníf. Og svo átu þeir pítsuna saman og töluðu um hreindýraveiðar.
mbl.is Þjófur í járnum stal lögreglubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þeir hafa hent gaman að þessu öllu meðan þeir gæddu sér á pitsunni

Ólafur Björn Ólafsson, 15.4.2008 kl. 18:41

2 Smámynd: Sporðdrekinn

 Íslenskur húmor í hnotskurn, ekkert verið að taka sjálfan sig né aðra allt of alverlega.

Sporðdrekinn, 15.4.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Ólafur

Þetta er alvöru brandarakall!

Vantar fleiri svona :)

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 15.4.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband